Fjáraukalög 1990
Fimmtudaginn 29. nóvember 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Vegna þessara orða hv. 2. þm. Norðurl. e. minnist forseti þess ekki í 11 ára tíð sinni hér í þessu húsi að umræður um þingsköp hafi verið leyfðar eftir að hringt hefur verið til atkvæðagreiðslu. Forseti mun alla vega láta athuga hvort fordæmi séu fyrir því en ég hygg að þess séu engin dæmi. Það er að sjálfsögðu ekkert auðveldara fyrir hv. 2. þm. Norðurl. e. en að tala um þingsköp þegar atkvæðagreiðslu er lokið. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning hafði forseti tilkynnt að nú hæfist atkvæðagreiðsla. Eftir það er ekki leyfð umræða um þingsköp fyrr en atkvæðagreiðslu er lokið.