Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Vegna þessara orða hv. 4. þm. Vestf. er svarið nei. Forseti lét á sínum tíma fara fram ítarlega athugun á þessu máli því vissulega má um það deila. Ekkert afgerandi er að finna í lögum um þetta atriði en öllum lærðustu mönnum bar saman um að forseti hefði kveðið upp rangan úrskurð. Hæstv. fjmrh. hefði fullan rétt til að ræða um þingsköp. Það hefur hann marggert síðan. Forseti gerði hv. þingheimi grein fyrir því að hann hefði haft rangt fyrir sér. Þá vona ég að það mál sé upp skýrt.