Kvóti Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
Þriðjudaginn 04. desember 1990


     Frsm. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson) :
    Herra forseti. Hér er um að ræða heimild fyrir ríkisstjórnina til að semja um hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr 59,6 millj. SDR í 85,3 millj. SDR og skal Seðlabanki Íslands leggja fram það fé sem þarf til hækkunar kvótans, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands. Á þskj. 210 liggur fyrir álit fjh. - og viðskn. sem mælir með samþykkt þessa frv.
    Eins og með hin málin var Jón Sæmundur Sigurjónsson fjarverandi við afgreiðslu þess, en Páll Pétursson, Guðmundur G. Þórarinsson, Matthías Bjarnason, Ragnar Arnalds, Þórhildur Þorleifsdóttir og Friðrik Sophusson standa að þessu nál.