Ábyrgðadeild fiskeldislána
Þriðjudaginn 04. desember 1990


     Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um breyting á lögum nr. 17/1990, um ábyrgðadeild fiskeldislána.
    Eftir að lögin um ábyrgðadeildina voru samþykkt kom upp vafi á því hvernig bæri að túlka 8. gr. laganna, hvaða skuldbindingu ábyrgðadeild fiskeldislána tæki yfir frá Framkvæmdasjóði Íslands.
    Það var talið nauðsynlegt að gefa út bráðabirgðalög til þess að kveða á um það að ábyrgðadeild fiskeldislána skyldi yfirtaka sjálfskuldarábyrgðir sem Framkvæmdasjóður hefði undirgengist gagnvart lánastofnunum á grundvelli þeirra.
    Það frv. sem hér er til umræðu er flutt til staðfestingar á umræddum bráðabirgðalögum og var frv. afgreitt einróma í hv. Ed. Ég mælist til þess, virðulegi forseti, að að lokinni 1. umr. verði frv. vísað til fjh. - og viðskn. og óska eftir því að það fái hliðstæða afgreiðslu hér í þessari hv. deild.