Takmörkun á umsvifum erlendra sendiráða
Fimmtudaginn 06. desember 1990


     Kristín Einarsdóttir :
    Virðulegur forseti. Ég vildi aðeins koma hér í stólinn til að lýsa furðu minni á því að hæstv. utanrrh. telji það eðlilegt að svo margir starfsmenn séu í sendiráðum þeirra ríkja sem hér voru nefnd, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, þegar við höfum mörgum sinnum færri starfsmenn í sendiráðum okkar í þessum ríkjum. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvers vegna þessi ríki telja sig þurfa að hafa svona mikinn fjölda starfsmanna hér á Íslandi því að ekki geta viðskiptahagsmunir þeirra verið svo miklir að það sé ástæða til þess. Þess vegna vil ég einungis lýsa furðu minni á því að þetta skuli þykja eðlilegt af hálfu hæstv. utanrrh.