Launamál
Fimmtudaginn 06. desember 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson) :
    Vegna þessara orða hv. ræðumanns vill forseti taka það skýrt fram að samkomulagið snerist um það að umræðu yrði frestað eftir að hv. nefndarmenn gerðu grein fyrir nál. og við það verður staðið. Hins vegar mun forseti gera hlé á þessum fundi núna í 10 mín. á meðan hann gerir ráðstafanir til að ná í hæstv. ráðherra. --- [Fundarhlé.]
    Forseti vill upplýsa það að ekki hefur tekist að ná sambandi við hæstv. fjmrh. Forseti hefur ákveðið að verða við þeirri réttmætu ósk og kröfu hv. 1. þm. Reykv. að þessari umræðu verði eigi haldið áfram nema að hæstv. fjmrh. viðstöddum. Af þeim sökum verður þessari umræðu nú frestað og mun forseti heimila hv. 1. þm. Reykv. að halda ræðu sinni áfram þar sem frá var horfið þegar málið verður tekið fyrir nk. þriðjudag.