Öflun gagna um veiðiheimildir smábáta
Mánudaginn 10. desember 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Vegna þeirra orða sem hér voru sögð vill forseti reyna að upplýsa enn og aftur og einu sinni enn að það er ekki hægt að tímasetja umræðu um þingsköp vegna þess að sá ræðumaður sem í stólnum er hverju sinni lýkur ræðu sinni áður en leyft er að ræða þingsköp. Ég vil minna hv. 2. þm. Norðurl. e. á að 29. nóv. sl. bað hann um orðið um þingsköp. 3. des. fékk hann hins vegar leyfi til þess að ræða þessi mál utan dagskrár og það er allt annað.
    Í dag er umræða um þingsköp. Ef hv. þm. sem setið hafa á þingi árum saman geta ekki skilið muninn á umræðu um þingsköp og leyfðri utandagskrárumræðu þá bið ég hv. þm. að lesa sérprentun á þingskapalögum sem hver einasti þingmaður á að hafa undir höndum. Annað hef ég ekki um þetta mál að segja.