Rannsóknir í þágu atvinnuveganna
Mánudaginn 10. desember 1990


     Frsm. sjútvn. (Stefán Guðmundsson) :
    Herra forseti. Ég tala hér fyrir nál. á þskj. 242 um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 64 21. maí 1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, sbr. lög nr. 72 30. maí 1984. Nál. er frá sjútvn. og er þannig:
    ,,Nefndin fékk Jakob Jakobsson, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, á sinn fund til viðræðna um efni frv. Leggur nefndin til að það verði samþykkt án breytinga.
    Guðmundur H. Garðarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.``
    Undir nál. skrifa Stefán Guðmundsson, Danfríður Skarphéðinsdóttir, Halldór Blöndal, Karvel Pálmason, Skúli Alexandersson og Jóhann Einvarðsson.