Jarðalög
Þriðjudaginn 11. desember 1990


     Geir H. Haarde (um atkvæðagreiðslu) :
    Herra forseti. Aðeins örfá orð vegna þess að það kann að hljóma óvenjulega að frv. til laga um breytingar á jarðalögum verði vísað til allshn. og vegna þess að ekki voru margir viðstaddir þegar ég gerði grein fyrir ástæðum þess, þá vildi ég mega endurtaka þær í örfáum orðum.
    Með frv. er fyrst og fremst tekið á nokkrum lögfræðilegum prinsippatriðum en ekki atriðum sem varða atvinnuveginn landbúnað sem slíkan. Þess vegna telja flm. rétt að málið fari til þeirrar nefndar sem fjallar fyrst og fremst um slík málefni, allshn., en ekki til nefndarinnar sem fjallar um málefni landbúnaðarins.