Jarðalög
Þriðjudaginn 11. desember 1990


     Geir H. Haarde (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Það er nú einu sinni svo að hv. þingdeild er sjálfri sér ráðandi. Hún getur auðvitað ákveðið það til hvaða nefnda hún vísar málum. Þetta frv. sem hér er til umræðu er fyrst og fremst réttarfarslegs eðlis, snertir hluti eins og forkaupsrétt og annað þess háttar og það er hreinn útúrsnúningur hjá hv. 2. þm. Vestf. að þetta mál eigi endilega öðrum nefndum fremur heima í landbn. þingsins. Ég hef ekki beðið um annað hins vegar en að deildin fái að skera úr um það og vænti þess að forseti geti látið fara fram um það atkvæðagreiðslu.