Húsnæðisstofnun ríkisins
Miðvikudaginn 12. desember 1990


     Guðmundur H. Garðarsson :
    Virðulegur forseti. E.t.v. hef ég beðið um orðið of snemma. Er forseti með einhverja skýringu á því hvers vegna þessi háttur er viðhafður? Ég tek undir það sem hv. 18. þm. Reykv. Guðrún J. Halldórsdóttir sagði. Hér var beðið um frest af hálfu eins hv. þm. sem ekki er núna inni í deildinni. Ef forseti hefur á reiðum höndum einhverjar skýringar eða hann hefur haft samráð við hv. þm. Halldór Blöndal vildi ég gjarnan að fá að heyra þær. Annars hlýt ég að taka undir orð hv. þm. Guðrúnar Halldórsdóttur um að þessu máli verði frestað þar til hv. þm. Halldór Blöndal fær tækifæri til þess að fjalla um það með þeim hætti sem hann óskaði eftir.