Húsnæðisstofnun ríkisins
Miðvikudaginn 12. desember 1990


     Frsm. félmn. (Margrét Frímannsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Það er rétt sem fram hefur komið að beðið var um frestun vegna ákvæðis til bráðabirgða sem hér er í brtt. að beiðni hv. 2. þm. Norðurl. e. Það var orðið við óskum hans. Hann hefur fengið skýringar á þeim tölum sem þarna er um að ræða. Hér kom Grétar Guðmundsson, fulltrúi félmrn., og ræddi við hann. Eftir því sem ég best veit, eftir að hafa talað við hv. þm., taldi hann í lagi að hér færi fram 3. umr. um breytingar á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins.