Varamenn taka þingsæti
Miðvikudaginn 12. desember 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson) :
    Forseta hefur borist eftirfarandi bréf:
    ,,Hér með tilkynnist yður, hæstv. forseti, að ég verð fjarverandi í embættiserindum frá og með 12. des. til og með 21. des. 1990. Leyfi ég mér að óska að Lára V. Júlíusdóttir varamaður taki sæti mitt á Alþingi þennan tíma.

Jón Baldvin Hannibalsson,

utanríkisráðherra.``


    Lára V. Júlíusdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og þarf því ekki að undirrita eiðstaf. Býður forseti hana velkomna til starfa.