Afnám vísitölutengingar fjárskuldbindinga
Fimmtudaginn 13. desember 1990


     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Ég þarf að bera af mér þær sakir að ég með málflutningi mínum leggi til að lög um Seðlabanka Íslands séu brotin. Ég vil minna hæstv. forsrh. á að við erum staddir hér á löggjafarsamkomu þjóðarinnar og ef það er eitthvað í lögum um Seðlabankann sem við þurfum að breyta til að koma þessu í framkvæmd þá vænti ég þess að ríkisstjórnin leiti eftir því.
    Það er of seint nú að fara að ræða um það að stjórnarsáttmálinn sé óframkvæmanlegur. Hann var samþykktur af ríkisstjórninni, af þingmönnum. Og til þess að koma honum í framkvæmd þarf þá að leggja fram frv. til laga.
    Varðandi það yfir hve djúpar ár menn ætla að stikla á steinum ætla ég að geyma mér umræðu til lengri tíma.