Fyrirspyrjandi (Eiður Guðnason) :
    Virðulegi forseti. Það mál sem hér er um spurt á sér næstum 18 ára sögu. Á þskj. 171 hef ég leyft mér að bera fram svohljóðandi fsp. til hæstv. landbrh.:
 ,,1. Hve hárri fjárhæð nemur arður Skógræktar ríkisins af húseigninni Sunnuvegi 6 í Hafnarfirði frá árinu 1973 fram til þessa árs?
    2. Hve mikið af arðinum hefur runnið til þess að efla trjágróður í Dalasýslu í samræmi við fyrirmæli gefanda fasteignarinnar, Hákonar J. Helgasonar, í erfðaskrá dags. 16. júní 1972?
    3. Hvernig hefur arður af fasteigninni verið bókfærður í bókhaldi Skógræktar ríkisins?
    4. Hvernig nýtir Skógrækt ríkisins fasteignina um þessar mundir?
    5. Hefur eignin verið seld á leigu? Ef svo er, þá hverjum og með hvaða kjörum?``