Opinberar fjársafnanir
Fimmtudaginn 13. desember 1990


     Dómsmálaráðherra (Óli Þ. Guðbjartsson) :
    Hæstv. forseti. Eins og fram kom í svari mínu áðan gildir um ráðuneytið og ríkisstofnanir sú meginregla að Ríkisendurskoðun hefur eftirlit með þeim fjárreiðum og get ég ekki annað en vísað til þess varðandi þessa seinni fsp. hv. fyrirspyrjanda.
    Hins vegar vil ég endurtaka það sem ég áðan sagði. Af þessu sérstaka tilefni mun af ráðuneytisins hálfu sérstaklega verða gripið til aðgerða að þessu leyti sem ég áðan greindi. Auk þess vil ég geta þess að samkvæmt lögunum frá 1977 er heimild til setningar reglugerðar sem ekki mun hafa verið sett. Finnst mér koma til álita af þessu tilefni að huga sérstaklega að því.