Fjárlög 1991
Fimmtudaginn 13. desember 1990


     Halldór Blöndal (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Ég hef séð að hér í hliðarsölum eru að ganga listar um það hvernig ríkisstjórnin hugsi sér að koma málum fram það sem eftir er þinghaldsins, nákvæmlega mælt fyrir um það hvaða dag þetta og hitt frv. á að fara á milli deilda. Það væri nær að ríkisstjórnin reyndi að gera einhverja áætlun um það hvernig hún gæti haldið stuðningsmönnum sínum inni í þinginu.