Fjárlög 1991
Föstudaginn 14. desember 1990


     Matthías Bjarnason :
    Virðulegi forseti. Ég held að full ástæða sé til að fram væri lögð skýrsla um hvernig þessum útgáfumálum er háttað, hver er ákvörðun hvers þingflokks fyrir sig og hvað hefur verið gefið út þannig að þingheimur fái að vita hvort þessum fjármunum sé vel varið og til skynsamlegra og uppbyggjandi útgáfumála. Þessu er öllu vandlega haldið leyndu. Ég er andvígur því að bruðla svona með skattpeninga þjóðarinnar og ætla að halda því áfram í fullkomnu ábyrgðarleysi eins og meiri hluti Alþingis er uppvís að. Ég skora á meiri hluta Alþingis að sjá um að slík skýrsla verði gefin hér á Alþingi. Ég segi nei.