Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Þeirri stefnu hefur verið mjög hampað, m.a. af ráðherrum, að íslenska ríkið eigi að minnka afskipti sín af bankarekstri. Sú undantekning hefur aldrei verið kynnt í þeim efnum að búið væri að breyta stefnunni á þann veg að við ættum að hætta afskiptum af bankarekstri hér innan lands en hefja hann í þeim mun ríkari mæli erlendis. Þar sem mér er ekki ljós ávinningur Íslendinga af þessu tiltæki en útgjöldin augljós segi ég nei.