Veiðiheimildir smábáta
Mánudaginn 17. desember 1990


     Karvel Pálmason (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Mér virðist að það sem hér er að gerast sýni framar öllu öðru að það er tiltölulega lítil stjórn á þinginu. Það er tiltölulega lítil stjórn á þinginu og lítt skárri en hún hefur verið áður.
    Ég vil leiðrétta hæstv. forseta. Ég talaði ekki um að ég vildi að fjölmiðlar heyrðu mitt mál. Mig minnir að það væri hv. þm. Halldór Blöndal. Það leiðréttist hér með að ég var ekki að tala til fjölmiða. Ég er fyrst og fremst að tala um málefnin sem hér skipta máli.
    Ég skal ekki lengja þessa umræðu en ég ítreka þá skoðun mína að þetta er umræða sem á að halda samhengi. Það á ekki að slíta hana í sundur. Þetta er svo mikilvægt mál að það á að halda þessari umræðu áfram.
    Ég held að ég hafi ekki sagt að hæstv. forseti hafi sagt þingmönnum að þegja, enda var það ekki mín meining. En það lá í orðunum að biðja þingmenn að tala lítið. Það þýðir auðvitað að þingmenn eigi að segja sem minnst, kannski ekki að þegja. Orðalagið var á þann veg. --- [Fundarhlé.]