Húsnæðisstofnun ríkisins
Mánudaginn 17. desember 1990


     Halldór Blöndal (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég bað um bréfaskipti fjmrn. og húsnæðisstjórnar um þetta mál. Sé svo að þessi bréfaskipti liggi fyrir, þá er fljótlegt fyrir hv. þm. að útvega sér þau og þá er hægt að taka málið fyrir síðar á fundinum. Ég sé að hann réttir mér hér bréf frá fjmrn. Ég bað um öll bréfaskipti sem tengd eru þessu máli. Þetta er einungis eitt bréf frá fjmrn. en mér var lofað því af starfsmanni fjmrn. sem situr fundi fjh. - og viðskn. að þessi plögg yrðu útveguð og ég vænti þess að svo verði gert og bið um það að þetta mál verði tekið af dagskrá þangað til ég hef fengið þau gögn í hendur sem mér var lofað í fjh. - og viðskn. Það er auðvitað leiðinlegt ef svo fer að það verði að reglu hér í þinginu að þingmönnum sé synjað um upplýsingar.