Málefni aldraðra
Þriðjudaginn 18. desember 1990


     Salome Þorkelsdóttir :
    Hæstv. forseti. Ég vil árétta það sem kom fram í máli hv. 14. þm. Reykv. Við eigum bæði sæti í heilbr.- og trn. og munum að sjálfsögðu leita eftir upplýsingum í störfum nefndarinnar því það eru margar spurningar sem hafa vaknað við þetta frv. Ég næ því ekki alveg að talað er um að hlutverk sjóðs sem er févana, af því að tekjur hans eru alltaf skertar og hann getur ekki sinnt sínu hlutverki, eigi að aukast. Um leið og bæta á við tekjum er verið að tala um að það eigi að hætta við að skerða sjóðinn um 1 / 3 en samt á að auka hlutverkin. Ég næ þessu nú ekki alveg. Ég ætla ekki að hafa um þetta mörg orð nú, hæstv. forseti, því nefndin fær væntanlega tækifæri til að fá á sinn fund þá aðila sem eiga þarna hagsmuna að gæta til þess að við getum heyrt sjónarmið hins aðilans.