Stjórnarráð Íslands
Þriðjudaginn 18. desember 1990


     Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson) :
    Herra forseti. Þetta er út af fyrir sig ágæt ábending hjá hv. þm. Geir Haarde og var hugleitt. Okkur þótti hin breytingin þó vera að mörgu leyti töluvert flóknari. Þessi tvö ráðuneyti eru ekki endilega undir sama ráðherra. Í sambandi við þá tilfærslu kemur til greina í stjórnarráðsfrv. að færa ýmis verkefni undan núverandi viðskrn. og núverandi iðnrn., þannig að tilfærsla verkefna til og frá þessum ráðuneytum er til meðferðar í stjórnarráðsnefndinni. En í þessu tilfelli hér er ekki um slíkt að ræða, þetta er miklu einfaldara mál. Þess vegna vildi ég freista þess að sjá að m.a. væri þá komin niðurstaða í það í stjórnarráðsnefndinni sem ég tek undir með hv. 1. þm. Suðurl. að ég vona að geti orðið í janúarmánuði og ég þá lagt fram frv. Ég ákvað því að bíða með það af þessum ástæðum.