Endurgreiðsla á gjaldi af erlendum lánum
Miðvikudaginn 19. desember 1990


     Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Guðmundur Ágústsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 317 frá meiri hl. fjh. - og viðskn. um frv. til laga um endurgreiðslu á gjaldi af erlendum lánum vegna skipasmíða hér á landi. Nál. er á þessa leið:
    ,,Nefndin hefur fjallað um frv. Á síðasta þingi bárust umsagnir um frv. frá Landssambandi iðnaðarmanna, Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja og Félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri, auk þess sem upplýsingar um málið bárust frá Sambandi málm - og skipasmiðja.
    Meiri hl. nefndarinnar leggur til að frv. verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Guðrún J. Halldórsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.``
    Undir nál. rita Guðmundur Ágústsson, Jóhann Einvarðsson, Skúli Alexandersson og Eiður Guðnason.