Háskóli Íslands
Miðvikudaginn 19. desember 1990


     Frsm. menntmn. (Eiður Guðnason) :
    Herra forseti. Menntmn. þessarar hv. deildar hefur fjallað um frv. til laga um breytingu á lögum um Háskóla Íslands og leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt. Haft var samband við fulltrúa í Stúdentaráði um efni þessa máls og afstaða þeirra til málsins var jákvæð, en efnislega felst í þessari breytingu að ekki er lengur lögbundin missiraskipting kennsluársins í Háskólanum heldur ákveðin í reglugerð. En hin praktíska hlið þessa máls er sú að þetta frv. gerir kleift að hin svokölluðu janúarpróf í Háskólanum verði hér eftir í desember en fyrir því mun mikill meirihlutavilji bæði meðal stúdenta og kennara. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.