Röð mála á dagskrá
Miðvikudaginn 19. desember 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson) :
     Vegna þessara orða hv. þm.
vill forseti koma á framfæri skýringu og biður nú þingmann að hlusta á en þingmaður er horfinn á braut.
    Forseti hefur farið algerlega eftir röð þingmála en það er auðvitað vitað og þarf engum að segja að stjfrv. hafa nokkurn forgang umfram þmfrv. Hins vegar hefur það verið svo í störfum þessarar deildar í vetur að deildinni hefur orðið mjög vel ágengt í því að koma fram þmfrv. Ég efast um að dæmi séu til þess að jafnmörg þmfrv. hafi verið rædd og gert hefur verið á þessum starfsvetri. Forseti hefur raunar ekkert meira um þetta að segja en væntir þess að þingmaðurinn skilji þessi rök og taki tillit til þeirra.