Veiting ríkisborgararéttar
Miðvikudaginn 19. desember 1990


     Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson) :
    Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar.
    Nefndin hefur fjallað um frv. og leggur til að það verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar voru í Ed.
    Kristín Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi Kvennalistans, var viðstödd afgreiðslu málsins og er samþykk henni.
    Undir nál. rita Jón Kristjánsson, Ólafur G. Einarsson, Friðjón Þórðarson, Rannveig Guðmundsdóttir, Guðni Ágústsson, Ingi Björn Albertsson og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.