Virðisaukaskattur
Miðvikudaginn 19. desember 1990


     Friðrik Sophusson :
    Virðulegi forseti. Eins og sést á þingskjölum hefur minni hl. hv. fjh. - og viðskn. ekki skilað áliti. Ég vil fyrir hönd fulltrúa Sjálfstfl. í nefndinni segja frá ástæðum þess. Það gafst lítill tími til að ræða þetta mál í nefndinni. Það var afgreitt á fundi í fjh. - og viðskn. í morgun og hafði þá aðeins verið rætt á þeim eina fundi. Hér er um að ræða tæknileg atriði fyrst og fremst en þó er einnig verið að herða á viðurlögum. Við teljum að meiri hl. hljóti að bera ábyrgð á þessu frv. og mun ég sitja hjá við afgreiðslu þessa máls en greiða samt atkvæði með brtt. sem er flutt af nefndinni allri á þskj. 374.