Lánsfjárlög 1990
Fimmtudaginn 20. desember 1990


     Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir lánsfjárlagafrv. fyrir árið 1990. Efni þessa frv. er tvíþætt, annars vegar að leita heimildar til þess að staðfesta þá innlendu lántöku ríkissjóðs sem fram hefur farið á þessu ári og hins vegar að afla heimilda annars vegar til viðbótarlántöku fyrir Lánasjóð ísl. námsmanna og hins vegar lántöku sem tengist Alþjóðaflugmálastofnuninni og er hluti af þeirri alþjóðlegu samvinnu sem Íslendingar eiga um það efni.
    Þetta mál er tiltölulega einfalt í sniðum og skýrir sig að mestu leyti sjálft. Það fékk greiða leið í gegnum hv. Ed. og ég vænti þess að svo verði einnig hér í þessari deild og mælist til þess að að lokinni 1. umr. verði frv. vísað til 2. umr. og hv. fjh. - og viðskn.