Háskóli Íslands
Fimmtudaginn 20. desember 1990


     Menntamálaráðherra (Svavar Gestsson) :
    Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um breytingu á lögum um Háskóla Íslands sem gerir ráð fyrir að breytt verði lagaákvæðum um missiraskipti í Háskólanum en í gildandi lögum eru ákvæði um það á hvaða degi haustmissiri eigi að ljúka og á hvaða degi vormissiri eigi að byrja. Það er í samræmi við almenna stefnu okkar um sjálfstæði Háskólans að hann fái að ákveða svona hluti í friði.
    Frv. um þetta efni var lagt fyrir hv. Ed. og var samþykkt þar samhljóða. Vænti ég þess að málið fái einnig góðar undirtektir hér í þessari virðulegu deild og legg til að því verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. menntmn.