Útflutningsráð Íslands
Fimmtudaginn 20. desember 1990


     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Mér finnst þetta mál liggja dálítið óskýrt fyrir hv. þingdeild. Það eru tilmæli mín til hæstv. forseta að þetta mál verði tekið af dagskrá þessa fundar og hv. fjh. - og viðskn. fái málið aftur til skoðunar því að ég er viss um það að þar næst sammæli með hliðsjón af brtt. hæstv. viðskrh. og annarra sjónarmiða sem fram hafa komið. Ég tel það miklu farsælla en að menn fari að greiða hér atkvæði með þeim hætti eins og málið liggur fyrir nú og tel að það greiði frekar götu málsins í gegnum þingið ef þannig er á því haldið.