Útflutningsráð Íslands
Föstudaginn 21. desember 1990


     Frsm. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson) :
    Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um brtt. og sameinast um brtt. sem prentuð er á þskj. 449 og mælir með því að hún verði samþykkt. Reikna ég með að aðrar brtt. verði dregnar til baka. ( Gripið fram í: Um hvað fjallar till.?) Það stendur á þskj. 449. ( Forseti: Forseti vill gefa hv. 1. þm. Norðurl. v. tækifæri til þess að koma í ræðustól aftur og gera nokkra grein fyrir þeim till. sem hér um ræðir.)
    Eins og bráðgáfaðir þingmenn hljóta að sjá hefur verið breytt hér að nokkru prósentutölum í 3. gr., a-, b- og c-lið, þ.e. a-liður verður 0,05% af aðstöðugjaldsstofni fiskvinnslu, iðnaðar og byggingarstarfsemi. (Gripið fram í.) Það var nákvæmlega þetta. Síðan kemur lóðið, að í b-lið kemur 0,03% af aðstöðugjaldsstofni fiskveiða. Það hefur alveg farið fram hjá hv. 17. þm. Reykv. Þetta er alveg nýtt fyrir honum. En síðan er c-liður 0,01% af aðstöðugjaldsstofni flutninga á sjó og flugrekstrar, þó ekki strandflutninga eða innanlandsflugs, og þeirra aðila í öðrum atvinnugreinum sem kjósa sjálfir að gerast aðilar að Útflutningssjóði. Svona gengur það nú.