Jólakveðjur í neðri deild
Föstudaginn 21. desember 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson) :
    Nú er komið að lokum þessa síðasta fundar hv. deildar fyrir jólahlé. Ég þakka hv. þingdeildarmönnum fyrir mjög ánægjulegt og gott samstarf sem hefur greitt fyrir störfum í deildinni. Hefur ekki síst reynt á það nú hin síðustu dægrin. Fyrir það góða samstarf er ég mjög þakklátur.
    Ég óska hv. þingdeildarmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Einnig óska ég skrifstofustjóra og starfsfólki öllu gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári um leið og ég þakka þeim ánægjulegt samstarf og fyrirgreiðslu alla sem gjarnan er unnin við mjög erfiðar aðstæður og sem auðvitað hefur ekki síst reynt á þessa síðustu daga og nætur.
    Þeim hv. þingdeildarmönnum sem eiga um langan veg heim að fara og reyndar öllum þingdeildarmönnum, hvort sem þeir fara um langan veg eða skamman, óska ég góðrar heimferðar og góðrar heimkomu og bið þess að við megum öll hittast heil á nýju ári.