Staðgreiðsla opinberra gjalda
Föstudaginn 21. desember 1990


     Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson) :
    Virðulegur forseti. Það frv. sem ég mæli nú fyrir er fylgifrv. með frv. um tryggingagjald. Gert er ráð fyrir að tryggingagjald verði innheimt í staðgreiðslu og innheimta þess felld að staðgreiðslulögunum. Það er enn frekari liður í almennri hagræðingu skattkerfisins og samræmingu hinna ýmsu skattaðferða. Mælist ég til þess að að lokinni 1. umr. verði þessu frv. ásamt tryggingagjaldsfrv. vísað til hv. fjh.- og viðskn. og 2. umr.