Framhaldsfundir Alþingis
Mánudaginn 14. janúar 1991


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir góðar óskir í garð okkar þingmanna. Ég óska hæstv. forsrh. og hv. þm. öllum gleðilegs árs og flyt þakkir þeim og starfsfólki Alþingis fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári.
    Ég býð þingmenn alla velkomna til starfa á nýju ári og vona að þinghald allt verði landi og þjóð til gagns og farsældar, jafnframt að Alþingi Íslendinga auðnist að leggja friði í heiminum lið á viðsjárverðum tímum.
    Samkvæmt forsetabréfi, sem hæstv. forsrh. hefur lesið, hefjast nú fundastörf í sameinuðu þingi.