Fangelsi og fangavist
Þriðjudaginn 15. janúar 1991


     Ólafur G. Einarsson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Það var skömmu fyrir jólaleyfi þingmanna að þetta mál var hér á dagskrá á næturfundi. Fyrir einhvern misskilning sem varð á milli okkar flm. brtt. og forseta deildarinnar, þá úrskurðaði hæstv. forseti að umræðu væri lokið eftir að ég hafði yfirgefið þingsalinn. Ég er ekki að ásaka hæstv. forseta fyrir þetta, það var um misskilning að ræða, en ég átti eftir að ræða meira um þær brtt. sem ég flutti ásamt hv. þm. Friðjóni Þórðarsyni og Kristínu Einarsdóttur, af því tilefni að tveir af nefndarmönnum í allshn. höfðu flutt hér ræður eftir að ég mælti fyrir tillögunum. Ég tel nauðsynlegt að ég fái tækifæri til þess að tala frekar fyrir þessum tillögum áður en þær ganga til atkvæða og þess vegna kalla ég þær aftur til 3. umr.