Landafundir Leifs Eiríkssonar í Vesturheimi
Fimmtudaginn 17. janúar 1991


     Stefán Valgeirsson :
    Virðulegi forseti. Það er nú ekki hægt að ræða þetta mál í fyrirspurnatíma, en mér finnst lítil reisn yfir þessu hjá íslensku ríkisstjórninni. Ég lít svo á að þarna hafi blátt áfram verið slys, að það verði til þess að útbreiða þá skoðun að íslenska ríkisstjórnin og Íslendingar séu að samþykkja það að verulegu leyti eða öllu leyti að Leifur Eiríksson hafi verið Norðmaður. Ég tel að það þurfi að ræða þetta á öðrum vettvangi en í fyrirspurnatíma.