Landafundir Leifs Eiríkssonar í Vesturheimi
Fimmtudaginn 17. janúar 1991


     Fyrirspyrjandi (Þorv. Garðar Kristjánsson ):
    Hæstv. forseti. Hæstv. forsrh. sagði að það hefði verið forðað slysi. Í mínum orðum fólst það hér áðan og fsp. mín er borin fram á þeirri forsendu að hér hafi orðið slys eins og hv. 6. þm. Norðurl. e. tók skýrt fram. Ég tel að það hafi orðið slys með því að fara í slagtog með Norðmönnum um þessa kynningarathöfn og slysið liggi í því að í stað þess að okkar aðgerðir miði að því að undirstrika hinar réttu, sögulegu staðreyndir í málinu, þá sé þetta stuðningur við hina þrálátu viðleitni Norðmanna að tileinka sér Leif Eiríksson.