Sérþjálfaðar leynisveitir hérlendis
Fimmtudaginn 17. janúar 1991


     Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson) :
    Virðulegi forseti. Ég hef beðið bæði dómsmrn. og utanrrn. að athuga vandlega hvort nokkur merki væru um slíkar sérþjálfaðar sveitir og sem betur fer fengið það svar að við athugun á málinu finni þeir engin merki þess að hér hafi starfað slíkar sveitir. Ég vek aðeins athygli á því að við Íslendingar höfum aldrei verið virkir þátttakendur í hernaðarnefnd Atlantshafsbandalagsins. E.t.v. er þar að finna skýringuna, ég veit það ekki, en sem betur fer finnast engin merki um slíkar sveitir hér á landi.