Vextir verðtryggðra innlána og útlána
Fimmtudaginn 17. janúar 1991


     Stefán Valgeirsson :
    Virðulegi forseti. Rétt fyrir jólahléið var hér umræða um vexti utan dagskrár, vaxtahækkun sem hafði orðið og þá var því lofað að slíkri umræðu yrði fram haldið í fyrstu viku eftir að þing kæmi aftur saman. Ég vil spyrja forseta að því hvort ekki verði við það staðið, þó að það verði ekki í dag, að slík umræða fari fram.
    En ég held að mælarnir séu fleiri en tveir og ég held að það sé raunar skylda Seðlabankans að upplýsa hvernig þetta er gert og enn fremur að setja um þetta reglur. Eða hvernig er það skýrt t.d. með útlánsvextina, af því að það er ekkert minna atriði heldur en með innlánsvextina, hve mikill munur er á þeim og framkvæmd sem er í þeim efnum. En það mun ég ræða betur þegar þessi utandagskrárumræða um vexti fer hér fram.