Skipun í stöðu seðlabankastjóra
Fimmtudaginn 17. janúar 1991


     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) :
    Virðulegur forseti. Ég ætla að nefna þrennt að lokum í þessum orðaskiptum.
    Í fyrsta lagi. Breytingar á stjórnskipulagi Seðlabankans eru mál þeirrar gerðar að þar þarf að vera mjög víðtæk samstaða til þess að það haldi.
    Í öðru lagi. Það er næsta sérkennilegt að halda því fram að þær ákvarðanir sem ég hef nú tekið í þessu máli beri því vitni að það eigi að halda áfram því fyrirkomulagi sem ríkt hefur. Það er næsta sérkennilegt í ljósi þess að nú hefur verið tekin ákvörðun um það á grundvelli samstöðu innan bankaráðsins að fara til þess að endurskoða stjórnskipulag bankans.
    Í þriðja lagi. Það sem kom fram hjá hæstv. fjmrh. um skipunartíma hins nýja bankastjóra hlýtur hann að hafa frá einhverjum öðum en mér.