Rannsókn kjörbréfa
Fimmtudaginn 17. janúar 1991


     Frsm. kjörbréfanefndar (Jón Sæmundur Sigurjónsson) :
    Virðulegi forseti. Kjörbréfanefnd hefur tekið fyrir tvö kjörbréf, annars vegar kjörbréf Elínar S. Harðardóttur, 3. varamanns Alþfl. í Reykjaneskjördæmi, sem kemur inn fyrir Karl Steinar Guðnason, 4. þm. Reykn. Elín S. Harðardóttir hlaut kosningu sem 3. varamaður Alþfl. og kemur inn þar eð 2. varamaður Alþfl. í Reykjaneskjördæmi hefur lýst veikindum sínum. En sem kunnugt er færast 2. og 3. varamaður upp þar eð 1. þm. Alþfl. í Reykjaneskjördæmi sagði af sér þingmennsku, en hann fór í önnur störf, og því er hér aðeins um málsatriði 2. og 3. varamanns Alþfl. í Reykjaneskjördæmi að ræða.
    Hins vegar rannsakaði kjörbréfanefnd kjörbréf Björgvins Guðmundssonar, 3. varamanns Alþfl. í Reykjavík, sem kæmi inn í staðinn fyrir Jón Sigurðsson, 4. þm. Reykv. Þarna er um að ræða að 1. og 2. varaþm. Alþfl. gátu ekki tekið sæti vegna anna eins og komið hefur fram.
    Kjörbréfanefnd hefur athugað þessi kjörbréf og leggur til að þau verði samþykkt.