Launamál
Miðvikudaginn 23. janúar 1991


     Guðmundur H. Garðarsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég verð að taka undir orð hv. 4. þm. Vestf. Þorv. Garðars Kristjánssonar. Það er með öllu óeðlilegt að ætla að afgreiða þetta mál án þess að fyrir liggi nál. Hér liggja fyrir tvö nál. en það vantar nál. frá minni hluta eða minni hlutum og ég legg áherslu á það að öll gögn liggi hér fyrir áður en umræða hefst um þessi veigamiklu mál. Það er gjörsamlega óviðeigandi að eiga að keyra þetta mál í gegnum þessa deild án þess að við hv. þm. getum fengið að sjá nál. frá öllum aðilum í fjh. - og viðskn. Ed. Ég legg því áherslu á að þessu máli verði frestað þar til þessi nál. liggja fyrir.