Launamál
Miðvikudaginn 23. janúar 1991


     Halldór Blöndal (um atkvæðagreiðslu) :
    Herra forseti. Atkvæðagreiðslan hefur snúist upp í efnislegar umræður um það mál sem hér liggur fyrir, oftsinnis af þingmönnum sem voru fjarverandi umræðurnar. Ég held að það væri hollt að reyna að beina efnislegum umræðum um mál inn á þann farveg að 1., 2. og 3. umr. séu til þess notaðar og menn reyni síðan að stytta atkvæðagreiðslur.