Kjördagur
Þriðjudaginn 29. janúar 1991


     Danfríður Skarphéðinsdóttir :
    Virðulegur forseti. Það vill oft brenna við að ákvarðanir séu teknar og birtar í fjölmiðlum án þess að hv. þm. sem hér starfa fái um þær að vita. Ég hafði nú mínútubrot til þess að ráðfæra mig við minn þingflokksformann þar sem ég hef verið á nefndafundum í allan morgun. Það var hringt til hennar úr forsrn. og henni tilkynnt um þessa ákvörðun. Ég vil samt láta það koma fram hér að hún benti sérstaklega á það á fundi þingflokksformanna á föstudaginn var að 11. maí væri örugglega betri dagur með tilliti til samgangna hér á landi, þannig að ég er ekki sátt við að hér skuli standa: ,,Stjórnarandstaðan leggst gegn því að kjördagur verði 11. maí``, eins og segir orðrétt í fréttatilkynningunni, því að mér er kunnugt um það eftir þetta stutta samtal sem ég átti við þingflokksformanninn, hv. 7. þm. Norðurl. e., að hún lagðist alls ekki gegn þeirri hugmynd. --- [Fundarhlé.]