Störf frambjóðenda hjá ríkisfjölmiðlum
Fimmtudaginn 31. janúar 1991


     Fyrirspyrjandi (Hjörleifur Guttormsson) :
    Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir undirtektir en mér finnst hann víkja sér dálítið undan því sem er kjarni þessarar fsp., þ.e. að Ríkisútvarpið sem slíkt gangi á undan í þessum efnum og þar sé framfylgt þeim reglum sem settar hafa verið. Ég sé ekki betur en þær hafi verið sniðgengnar á undanförnum mánuðum. Það tel ég vera alvarlegt mál ef svo er og eigi ekki að taka mjög léttvægt og ekki að vísa því bara yfir til flokkanna. Ef menn ætla að ná hér upp hefðum í þessum efnum og einhverju aðhaldi hjá almenningsálitinu og inn í aðra fjölmiðla þá eru það ríkisfjölmiðlarnir sem við hljótum að gera sérstakar kröfur til að gangi þar á undan með góðu fordæmi.