Stefán Valgeirsson :
    Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með fyrirspyrjanda, hv. þm. Hjörleifi Guttormssyni, að þessi mál eru í því ólagi að ekki er hægt að una við. En það er víðar en fyrir Austurlandi. Það er á miðunum kringum allt landið. Þess vegna þarf að huga að þessum málum og rannsaka, fá það upplýst hvernig það er á hinum ýmsu miðum og hvað er til ráða. Ég þekki menn bæði á Vestfjörðum og Norðurlandi sem kvarta mjög yfir einmitt þessu, ekkert síður sjónvarpinu. Ég vil að þetta komi fram og að það sé ekki verið að ræða um þessi mál eins og það sé eingöngu, ef ég hef tekið rétt eftir, eða verst á Austurlandi.