Ástandið í fjarskiptamálum
Mánudaginn 04. febrúar 1991


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Þá hefst umræða utan dagskrár sem leyfð hefur verið um ástand fjarskiptamála eftir atburði helgarinnar. Umræðan er leyfð skv. fyrri mgr. 32. gr. þingskapa og tekur því hálftíma. Til þess að árétta enn á ný hverjar leikreglur gilda um ræðutíma vill forseti taka fram að málshefjandi hvers máls má eigi tala lengur en þrjár mínútur og aðrir eigi lengur en tvær mínútur í senn og enginn má tala oftar en tvisvar.