Rannsókn kjörbréfa
Mánudaginn 04. febrúar 1991


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf hæstv. forseta Nd.:
    ,,Jón Sæmundur Sigurjónsson, 5. þm. Norðurl. v., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get ekki sótt þingfundi næstu tvær vikurnar leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna anna 1. varamanns taki 2. varamaður Alþfl. í Norðurlandskjördæmi vestra, Helga Hannesdóttir verslunarmaður, sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegur forseti, með ósk um að fram fari í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.
Árni Gunnarsson,

forseti Nd.``


    Með bréfi þessu fylgir bréf 1. varamanns Alþfl. í Norðurlandskjördæmi vestra, svohljóðandi:
    ,,Vegna sérstakra anna get ég undirritaður ekki tekið sæti Jóns Sæmundar Sigurjónssonar, 5. þm. Norðurl. v., á Alþingi næstu tvær vikurnar.
Virðingarfyllst,

Birgir Dýrfjörð,

1. varaþm. Alþfl. í Norðurl. v.``


    Samkvæmt bréfum þessum og samkvæmt 4. gr. þingskapa ber nú kjörbréfanefnd að rannsaka kjörbréf Helgu Hannesdóttur. Gert verður hlé á fundinum í fimm mínútur meðan kjörbréfanefnd starfar. --- [Fundarhlé.]