Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri
Þriðjudaginn 05. febrúar 1991


     Kristín Einarsdóttir (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Ég vil vekja athygli forseta á því að kl. 3.30, eftir 6 mínútur, er boðaður fundur í utanrmn. þar sem ég á sæti, mjög mikilvægur fundur að því er mér er sagt. Auk þess finnst mér þessi fundur mjög mikilvægur og ég hef ákveðið að taka þátt í þessari umræðu. Ég óska því eftir að gert verði hlé á umræðunni meðan á fundi utanrmn. stendur til þess að ég geti tekið þátt í þessari umræðu. Auk þess tel ég mjög nauðsynlegt að utanrrh. gefist tækifæri til að taka þátt í umræðunni þar sem óneitanlega kemur hluti af því sem við ræðum hér inn á hans verksvið.
    Þetta vildi ég fara fram á, virðulegur forseti.